Unglingastarfið á vorönn

UD-Glerá, unglingastarf Glerárkirkju og KFUM og KFUK fer fram í sal KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á fimmtudagskvöldum. Húsið opnað kl. 19:30 og dagskráin hefst kl. 20:00. Á dagskrá vorsins er að finna alls konar uppákomur og skemmtun þar sem ferð á landsmót KFUM og KFUK í Vatnaskógi ber hæst. Það eru allir unglingar úr áttunda til tíunda bekk velkomnir í unglingastarfið, hvert fimmtudagskvöld, annað hvert fimmtudagskvöld, þriðja hvert, fjórða hvert ... bara eins og hverjum og einum hentar, enda er dagskráin öllum opin og það besta: Starfið á fimmtudagskvöldum kostar ekki krónu!

Dagskráin verður sem hér segir (nánar útskýrt í kvöld fyrir þeim sem mæta og hlusta):