Æskulýðsfélag Glerárkirkju og KFUM & K fer á landsmót æskulýðsfélaga

Helgina 24. - 26. október taka 22 unglingar ásamt leiðtogum þátt í landsmóti æskulýðsfélaga Þjóðkirkjunnar á Hvammstanga. Á mótinu munu þátttakendur fá öfluga fræðslu, taka þátt í fjölbreyttu helgihaldi, leggja Hjálparstarfi Kirkjunnar lið og taka þátt í skemmtilegri dagskrá. Unglingarnir í UD Glerá hafa útbúið tónlistarmyndband sem frumsýnt verður á mótinu.

Brottför verður frá Glerárkirkju föstudaginn 24. október kl. 14:00, mikilvægt er að mæta tímanlega.

 

Frekari upplýsingar veita sr. Jón Ómar Gunnarsson í síma 8648456 og Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni í síma 864-8451. Jón Ómar og Sunna eru jafnframt ábyrgðarmenn hópsins og fylgja hópnum okkar á Hvammstanga.