UD-Glerá - Foreldrafundur

Þriðjudagskvöldið 8. janúar kl. 20:00 verður foreldrafundur í sal KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Fundurinn er ætlaður foreldrum og unglingum sem hafa hug á að sækja Evrópuhátíð KFUM og KFUK í Prag í ágúst 2013. Forskráningu á hátíðina lýkur 25. janúar. Þeir sem skrá sig seinna þurfa að reikna með því að greiða hærra verð fyrir þátttöku í hátíðinni. Ferðin á hátíðina er sameiginlegt verkefni KFUM og KFUK á Akureyri og Glerárkirkju.

Gert er ráð fyrir því að allir þátttakendur frá Akureyri hafi skráð sig fyrir 25. janúar því það auðveldar undirbúning. Á fundinum á þriðjudag munu Pétur og Jóhann reyna að svara öllum spurningum og veita upplýsingar auk þess sem að foreldrar í sameiningu þurfa að skipuleggja og ákveða næstu skref varðandi fjáröflun ferðarinnar.

Nánari upplýsingar gefa Pétur (864 8451) og Jóhann (699 4115).

(Fyrsti fundurinn í unglingastarfinu 2013 verður fimmtudagskvöldið 17. janúar kl. 20:00)