Tvö hús

Hr. Kristján Valur Ingólfsson, Skálholtsbiskup prédikaði við setningu Alþingis í dag. Þar benti hann m.a. á að hugtakið þjóðkirkja felur ekki í sér neitt beinlínis um tengsl kirkjunnar við ríkisvaldið, heldur um tengslin við þjóðina og felur því í sér starfsáætlun. Kristján Valur minnti enn fremur á að kirkja er farvegur átrúnaðar. Þannig hafi þjóðkirkjan á sínum tíma, 1874, verið ríkiskirkja og sá farvegur átrúnaðar sem ríkið mælti helst með, en því sé öðruvísi farið í dag. Í dag tryggi ríkið þegnunum möguleika til að sameinast um þann átrúnað sem þeim sýnist. En þó ríkið hafi ekki afskipti af trúarbrögðum eða trúarástandi að öðru leyti geti kristin gildi að sjálfsögðu verið grundvallandi.

Lesa prédikun.