Tveggja manna tal um trú, þekkingu og heimspeki

Miðvikudagskvöldið 9. nóvember kl. 20:00 halda umræðukvöld prófastsdæmisins áfram hér í Glerárkirkju. Að þessu sinni snýst tveggja manna talið um trú, þekkingu og heimspeki. Þátttakendur eru sr. Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur í Glerárkirkju og dr. Hjalti Hugason, prófessor við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Að kaffihléi loknu eru almennar umræður. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Sjá nánar á vef prófastsdæmisins.