Tveggja manna tal - samræðukvöld hefjast 5. október

Boðið verður upp á átta samræðukvöld í Glerárkirkju í október og nóvember á miðvikudagskvöldum kl. 20:00. Þar verður lögð áhersla á samtalið. Hvert kvöld fær kirkjan tvo einstaklinga til liðs við sig og taka þeir upp tveggja manna tal um efni kvöldsins. Fyrsta kvöldið verður 5. október. Þar munu Jón og sr. Jón (Jón Valur Jensson og sr. Jón Ármann Gíslason) ræða um hinn sögulega Jesú. Að loknu kaffihléi eru þátttakendur hvattir til að blanda sér í samtalið. Skoða auglýsingu - Lesa meira á vef prófastsdæmisins - Prenta út bækling.