Tumi tímalausi kemur í heimsókn í fjölskylduguðsþjónustu

Á sunnudaginn fáum við góða heimsókn í Glerárkirkju þegar leikendur úr Tuma tímalausa koma í heimsókn og flytja atriði úr verkinu. Tumi tímalausi er barnaleikrit samið upp úr tónlist Gunnars Þórðarsonar af plötunum Einu sinni var og Út um græna grundu. Höfundar eru Pétur Guðjónsson og Jóhanna G. Birnudóttir. Allir eru velkomnir.