TTT-vinaklúbbur fyrir krakka úr fimmta, sjötta og sjöunda bekk

Krökkum úr fimmta, sjötta og sjöunda bekk stendur til boða að taka þátt í ttt-vinaklúbbnum alla miðvikudaga frá 16:00 til 17:30. Umsjón hafa Anna Dúa, Magnús, Andri, Ragnheiður og Stefanía Tara. Endilega látið sjá ykkur, það er velkomið að prufa. Þátttaka er ókeypis, nema þegar farið er í ferðalög, þá þarf að greiða smá þátttökugjald. Á dagskránni verður meðal annars þetta:

 • Heilaspuni
 • Krossfiskaleikur
 • Liðakeppni
 • Twister
 • Hver er ég?
 • Móðir Theresa
 • Alias
 • Snjósnúsnjó
 • Stólaleikur
 • Tónspuni
 • Málað á boli
 • Marteinn Lúter
 • Ljóðagerð
 • Idol-kvöld

Og fullt, full fleira skemmtilegt sem þú getur tekið þátt í.

Komdu og vertu með. Já þú! Það kostar ekkert. Þú getur líka hringt í Önnu Dúu til að forvitnast um starfið, síminn hjá henni er: 662 4590