Tilkynningarstefna Glerárkirkju

Starfsfólk Glerárkirkju leggur metnað í starf sitt og þar er þagnarskyldan í hávegum höfð en á henni er undantekning. 17. grein barnaverndarlaga (80/2002) leggur þær skyldur á allt starfsfólk Glerárkirkju að ef ætla má að barn (Yngra en 18 ára) búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu beri Glerárkirkju að tilkynna það til starfsmanns á fastri starfsstöð barnaverndarnefndar, þ.e. Fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar. Okkur þykir mikilvægt að slíkt ferli sé gegnsætt og vandað og því vinnum við í Glerárkirkju eftir tilkynningarstefnu. Tilkynningarstefna Glerárkirkju Starfsmaður / sjálfboðaliði fær rökstuddan grun um að barn eða unglingur verði fyrir (kynferðislegu) ofbeldi, búi við vanrækslu, ofbeldi eða að aðrar þær aðstæður séu til staðar þar sem heilsu barnsins/unglingsins eða þroska er stofnað í hættu. Starfsmaður skráir það strax að loknu hópastarfi í dagbók og fundar með djákna og/eða presti. Í framhaldinu er þegar haldið á fund starfsmanns barnaverndarnefndar, hringt í 460-1420 (112 utan opnunartíma) eða tilkynning send með bréfi. Í vafatilfellum er valin sú leið að fá fyrst ráðgjöf hjá starfsmanni barnaverndarnefndar um hvort ástæða sé til tilkynningar. Í slíku samtali eru engin nöfn nefnd. Unnið er náið með og eftir leiðbeiningum starfsmanns barnaverndarnefndar. Bent skal á að ef um kynferðisbrot er að ræða og þolandi orðinn 18 ára og starfsmaður eða sjálfboðaliði í kirkjunni er meintur gerandi eða þolandi eða athæfið átti sér stað í kirkju þá er starfandi  fagráð þjóðkirkjunnar um kynferðisbrot, sjá kirkjan.is/kynferdisbrot ,netfang: kynferdisbrot@kirkjan.is og starfar það skv. starfsreglum um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar, nr. 955/2009.. Öllum sem vilja leggja fram kvörtun vegna kynferðisbrots / áreitni af hálfu starfsmanns þjóðkirkjunnar er bent á að hafa samband við fagráðið.