Til skiptis hjá foreldrum - líðan og aðlögun unglinga

Komin er á heimasíðu Fjölskylduþjónustu kirkjunnar grein undir heitinu: ,,Til skiptis hjá foreldrum – líðan og aðlögun unglinga" eftir fjölskyldugerðum  eftir Benedikt Jóhannsson, sálfræðing Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Greinin lýsir niðurstöðum úr samvinnuverkefni milli Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og félagsþjónustunnar í tveimur hverfum Reykjavíkurborgar.

Meginmarkmið verkefnisins var að varpa ljósi á hvernig líðan og aðlögun unglinga á Íslandi tengist því við hvaða fjölskyldugerð þeir búa. Athyglinni er einkum beint að þeim unglingum sem búa til skiptis hjá foreldrum og hvernig þeir koma út miðað við aðra unglinga.

Sjá nánar í frétt á kirkjan.is.