Til hamingju með afmælið Krógaból

25 ár eru liðin frá því að leikskólinn Krógaból tók til starfa sem foreldrarekinn leikskóli í húsnæði að Löngumýri 16 á Akureyri, en fljótlega, eða í ágúst 1989 flutti leikskólinn á neðri hæð Glerárkirkju og hefur verið þar síðan. Í dag var mikil gleði og hátíð í leikskólanum í tilefni af afmælinu. Starfsfólk og sóknarnefnd Glerárkirkju óskar starfsfólki, foreldrum og að sjálfsögðu öllum börnunum til hamingju með daginn. Hér á vef Glerárkirkju má skoða  nokkrar myndir af því hvernig hátíðin blasti við okkar af svölunum á efri hæð kirkjunnar.