Þverstæður lífsins - upptaka frá umræðukvöldi

Sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur, var með erindi um þverstæður lífsins á samræðukvöldi í Glerárkirkju miðvikudaginn 22. febrúar. Í framhaldinu ræddi hún við Ingibjörgu Svöfu Siglaugsdóttur. Voru liflegar umræður í framhaldinu af þeirra samtali. Í erindi sínu fjallaði sr. Guðrún um Centering Prayer í tengslum við trúarlegan þroska. Hér má hlusta á erindið. Næsta miðvikudag mun Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni í Glerárkirkju, fjalla um Hógværð og handleiðslu og ræða við Valgerði Valgarðsdóttur, djákna, um efnið. - Sjá einnig hér.