Þróunarsamvinna ber ávöxt

Mánudaginn 17. september hefst kynningarátakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ en undirtitill átaksins er í ár „Komum heiminum í lag“. Að átakinu standa  frjáls félagasamtökum sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu þar á meðal Hjálparstarf kirkjunnar og Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Markmiðið með átakinu er að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga til vitundar um samfélagslegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum. 

Landsþekktir tónlistarmenn leggja málefninu lið og koma skilaboðum átaksins í "lag". Tónlistarmennirnir semja fimm mismunandi lög við sama textann og verður eitt lag frumflutt á degi hverjum í vikunni á Rás 2 og á fésbókarsíðu átaksins.  Átakinu lýkur svo með tónleikum á Café Rosenberg við Klapparstíg laugardagskvöldið 22. september kl. 21.

Afríka kallar ! Í tilefni kynningarátaksins verða afrískar kvikmyndir sýndar í Bíó Paradís, sjá dagskrá hér.