Þrjú í framboði til vígslubiskups á Hólum

Í frétt sem birtist fyrir stundu á kirkjan.is segir: Frambjóðendur til vígslubiskupsembættisins að Hólum eru orðnir þrír en í dag var tekið á móti framboðstilkynningu sr. Gunnlaugs Garðarssonar sóknarprests í Glerárprestakalli á Akureyri. Má nú gera ráð fyrir að allur póstur stimplaður á lokadegi umsóknarfrests, 30. apríl, hafi borist kjörstjórn og því muni frambjóðendum ekki fjölga frekar. Eru þeir þá þrír: Sr. Gunnlaugur Garðarsson, sr. Kristján Björnsson og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Sjá nánar í frétt á kirkjan.is.