Þjóðkirkjuákvæðið í stjórnarskránni

Dr. Hjalti Hugason birtir í gær pistil m.a. á trú.is þar sem hann fjallar um þjóðkirkjuákvæðið í stjórnarskránni og segir m.a.: ,,
Í 62. gr. felast bæði réttindi og skyldur þjóðkirkjunni til handa. Greinin kveður á um að evangeliska lúterska kirkjan skuli njóta stuðnings og verndar ríkisvaldsins „að því leyti“ sem hún er þjóðkirkja. Það var hún svo sannarlega 1874. Fram til þess tíma hafði þjóðinni borðið skylda til að vera lútersk. Með stjórnarskránni var hins vegar innleitt trúfrelsi. Allur þorri þjóðarinnar var þó áfram lúterskur í einhverri merkingu og tilheyrði kirkjunni. Því var hún þjóðkirkja, kirkja þjóðarinnar. Í ákvæðinu fólst aftur á móti ekki að ríkisvaldið skyldi styðja og vernda þessa kirkju vegna þess að hún boðaði réttari trú en aðrar kirkjur. "

Lesa pistil á trú.is.