Þjóðgildin í Glerárkirkju - frásögn frá kvöldi 2

Þessar vikurnar fer fram umræða um þjóðgildin á mánudagskvöldum í Glerárkirkju. Síðastliðið mánudagskvöld var rætt um hugtökin ábyrgð og frelsi. Framsögumaður var Baldur Dýrfjörð frá Sjálfsstæðisflokknum, en sr. Svavar A. Jónsson hóf kvöldið með helgistund þar sem hann ræddi um hugtökin í hugleiðingu sinni. Á vef Eyjafjarðarprófastsdæmis má nú lesa samantekt frá kvöldinu.