Þemavika fermingarbarna - upphaf fermingarfræðslu á vorönn

Fermingarfræðslan á vorönn hefst með þemaviku fermingarbarna dagana 22. til 27. janúar. Þá viku mæta börnin í fermingartíma samkvæmt stundarskrá en auk þess er fjölbreytt dagskrá í boði síðdegis þriðjudaginn 22. janúar, miðvikudaginn 23. janúar og laugardaginn 26. janúar. Þemavikan endar með virkri þátttöku fermingarbarna í messu safnaðarins sunnudaginn 27. janúar kl. 11:00. Gestir þemavikunnar að þessu sinni er 18 manna erlendur hópur ungs fólks. Þessa dagana er verið að leita að gestgjöfum til að hýsa þau. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Pétur djákna í síma 864 8451 eða á netfangið petur@glerarkirkja.is.