Þemavika fermingarbarna 2012

Kristilega hljómsveitin Tilviljun? verður ásamt fermingarbörnunum sjálfum í aðalhlutverki í þemaviku fermingarbarna sem hefst þriðjudaginn 25. janúar næstkomandi og endar með fjölbreyttri dagskrá sunnudaginn 5. febrúar. Þátttaka er valfrjáls, en foreldrar eru beðnir að hvetja börn sín til þátttöku. Nánari upplýsingar gefur Pétur Björgvin djákni í síma 864, 8451, en yfirlit yfir dagskrána er að finna hér á síðunni: Hljómsveitin Tilviljun?

Á hverju ári stendur Glerárkirkja fyrir þemaviku fermingarbarna. Þá vikuna er fjölbreytt valdagskrá í boði fyrir áhugasöm fermingarbörn. Þema ársins í ár er:

Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.

Boðið er upp á þrjár samverur í vikunni í kringum mánaðarmótin janúar - febrúar, auk þess sem að sunnudagurinn 5. febrúar er smiðjudagur, þar sem boðið er upp á dagskrá allan daginn.

31. janúar - þriðjudagur, kl. 16:30 til 18:30
Þemavika hefst. Þennan dag ætlum við að mála á vegg í safnaðarheimilinu, en eitt af verkefnunum í þemavikunni er að mála listaverk beint á vegg í safnaðarheimilinu. Hér er um táknrænan gjörnin að ræða sem á að undirstrika að fermingarbörnin eiga líka safnaðarheimilið.

1. febrúar - miðvikudagur, kl. 16:30 til 18:30
Danssmiðja frá 16:30 til 18:30. Komdu og dansaðu með.

3. febrúar - föstudagur, kl. 16:30 til 18:30
Leiklistarsmiðja, fyrri hluti. Smiðjan heldur áfram á sunnudeginum frá 13:00 til 17:00.

5. febrúar - sunnudagur

Kl. 11:00
Fjölskylduguðsþjónusta. Hljómsveitin Tilviljun? sér um tónlistina.

Kl. 12:15
Hádegisverður fyrir fermingarbörn sem taka þátt í dagskrá dagsins. Skráning á netfangið petur@glerarkirkja.is fyrir hádegi 3. febrúar.

Kl. 13:00 - 17:00
Tónlistar- leiklistar og biblíusmiðjur. Nánar kynnt í fermingartímum í vikunni á undan. Nauðsynlegt að skrá sig á netfangið petur@glerarkirkja.is fyrir hádegi 3. febrúar.

Kl. 20:00
Kvöldguðsþjónusta þar sem fermingarbörn sem tóku þátt í leiklistarsmiðju flytja leikrit, fermingarbörn sem tóku þátt í tónlistarsmiðju sjá um tónlist og fermingarbörn sem tóku þátt í biblíusmiðju sjá um hugleiðingu og almenna kirkjubæn.

Dagskrá til útprentunar.