Þakkir til Helga Hróbjartssonar

Starfsfólk Glerárkirkju ásamt sóknarpresti sr. Gunnlaugi Garðarssyni héldu í dag lítið hóf til heiðurs sr. Helga Hróbjartssyni sem nú kveður söfnuðinn eftir að hafa sinnt afleysingarstörfum prests í um hálft ár í Glerárprestakalli. Voru sr. Helga þökkuð góð störf og allt framlag hans, kirkju og kristni til blessunar í söfnuðinum. Helgi mun fljótlega halda til Eþíópíu þar sem hann mun sinna leiðtogafræðslu fyrir fleiri söfnuði í suður Eþíópíu. En áður en hann fer til starfa þar mun hann taka virkan þátt í kristniboðsmótinu á Löngumýri 16. til 18. júlí. Allir eru hjartanlega velkomnir á mótið! Skráning fer fram á Löngumýri í síma 453 8116. Frekari upplýsingar fást á skrifstofu Kristniboðssambandsins, Háaleitisbraut 68, s. 533 4900, netfang: sik@sik.is.