Talið í vígslubiskupskjöri í dag

Í dag verða talin atkvæði í kjöri til vígslubiskups á Hólum. Þrjú hafa gefið kost á sér til embættisins, þau sr. Gunnlaugur Garðarson, sr. Kristján Björnsson og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir.

Talning atkvæða fer fram á Dómkirkjulofti og hefst kl. 14.00. Fái enginn meirihluta atkvæða fer fram önnur umferð. Gert er ráð fyrir að biskup verði vígður á Hólahátíð þann 12. ágúst næstkomandi.