Takk YWAM

Í gær hélt hópur ungra biblíuskólanema frá YWAM Montana ásamt leiðtogum sínum aftur til Reykjavíkur eftir að hafa stutt dyggilega við safnaðarstarfið í Glerárkirkju í heila viku. Þau sáu um þemaviku fermingarbarna, heimsóttu unglingastarfið, buðu upp á lofgjörðarsamkomu og tóku þátt í guðsþjónustu sunnudagsins þar sem þau kenndu nýja sunnudagaskólasöngva, sýndu dramadans um tengsl skaparans við sköpunina og fluttu hugleiðingu. Þessi blessunarríka heimsókn var sú þriðja frá svokölluðu Outreach teymi DTS biblíuskólanema til Glerárkirkju í gegnum árin. Við í Glerárkirkju þökkum þeim af öllu hjarta. Um leið segjum við kærar þakkir við gestafjölskyldurnar sem hýstu hópinn þessa vikuna. Án þeirra hefði okkur í Glerárkirkju ekki verið mögulegt að taka á móti svona stórum hópi erlendra gesta.

Nokkrar myndir sem einstaklingar úr hópnum tóku í vikunni eru nú aðgengilegar á vef kirkjunnar. Smellið hér til að skoða myndir.