Taka þátt í Evrópuhátíð KFUM í Prag

Veturinn 2012 til 2013 var Glerárkirkja í samstarfi um unglingastarf við KFUM og KFUK á Akureyri - UD Glerá. Afrakstur þess samstarfs er meðal annars sá að þessa dagana er tæplega 20 manna hópur staddur í Prag í Tékklandi þar sem þau taka þátt í Evrópuhátíð KFUM. Fararstjóri hópsins frá Akureyri er Jóhann H. Þorsteinsson, sviðsstjóri á æskulýðssviði KFUM og KFUK á Íslandi. Ferðin til Prag gekk vel og í dag hafði hópurinn tíma til að kynna sér borgina áður en dagskráin hefst af fullum krafti á morgun, sunnudag. Hópurinn er svo væntanlegur til Akureyrar aftur mánudagsmorguninn 12. ágúst.

Viðbót:

Úrhellisrigning á sunnudeginum - en allir í íslenska hópnum við hestaheilsu. Sjá frétt frá 4. ágúst á kfum.is.