Sýning á gömlum biblíumyndum

Þessa dagana er verið að undirbúa sýningu á gömlum biblíumyndum sem verður seinna í sumar hér í Glerárkirkju. Hluti undirbúningsins er að myndirnar hafa nú verið gerðar aðgengilegar hér á vef Glerárkirkju. Annars vegar er um myndir eftir danska listamanninn Poul Steffensen (1866-1923) að ræða og hins vegar myndir eftir breska listakonu og trúboða sem hét Elsie Anna Wood (1887-1978). Myndir eftir Poul Steffensen - Myndir eftir Elsie Anna Wood