Syngjandi kirkja, dagskráin aðgengileg á YouTube

Syngjandi söfnuður
Syngjandi söfnuður

Kór Akureyrarkirkju leiddi sálmasönginn enda lagði Eyþór Ingi áherslu á einraddaðan söng til að efla almennan safnaðarsöng en það er meginatriðið í tónlistarstefnu kirkjunnar. Hann benti á að bókin væri gerð með það að markmiði, sálmalögin lækkuð í heppilega tónhæð fyrir flesta í söfnuðinum og nótur við sálmana til að styðja við almennan söng. Einnig benti hann á að bókin gæfi ákveðið frelsi fyrir kórana að æfa upp kórverk og geta þannig auðgað helgihaldið og vera hreifanlegri með prósessíu og dreift kórnum um kirkjuskipið ofl. Kórinn söng sálma úr bókinni til að sýna hvernig mætti gera það. Hann taldi bókina tímamótaverk og vandaða sálmabók en hafði þó nokkur atriði sem hafa þyrfti í huga við nýja sálmabók. Vildi hann sjá fleiri lofgjörðarvers meðal annars. Myndbandið er sett upp til fræðslu fyrir kóra og söfnuði og vonandi nýtist það sem flestum.

YouTube myndband

Eftir kaffihlé í safnaðarsalnum flutti sr. Svavar A. Jónsson, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, mjög vekjandi og athyglisvert erindi um þýðingu sálma í helgihaldi kirkjunnar. Hann líkti helgihaldi kirkjunnar við leik þar sem þátttakendur fara í annað hlutverk en í hversdagleikanum og að söngurinn er slíkur leikur í eðli sínu. Vísaði hann til kennara síns í helgisiðafræðum í þessu efni. Hann benti á að kirkjan hefið á tímabili verið á varðbergi gagnvart tónlistinni en í evangeliskri lútherskri kirkju gegnir söngurinn miðlægu hlutverki í helgihaldi kirkjunnar. Reyndar er tónlist mikilvægur þáttur í trúariðkun í flest öllum trúarbrögðum. Hann var með skemmtileg líkingu að tónið væri einskonar rapp. Hann taldi þjóðkirkjuna vera kórkirkju og að lífsgleði trúarinnar kæmi sterklega fram í sálmasöng kirkjunnar og ætti að tjá tilfinningar. Að lokum þakkaði hann kórunum fyrir þeirra mikilvæga starf í kirkjunni.

YouTube myndband