Syngjandi kirkja

Miðvikudaginn 23. október heldur dagskráin Syngjandi kirkja áfram.  Yfirskriftin er Lofsöngur  kóranna. Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti og kór Möðruvallaklaustursprestakalls annast flutning sálma sem sr. Guðmundur Guðmundsson fjallar um. Erindi hans heitir: Kóraltímabilið og sálmabókin 1886.