Svona hefur heimskort kristninnar breyst

Þriðja hvert mannsbarn er kristinnar trúar, en trúin hefur flust suður á bóginn. Þetta er m.a. það sem má lesa í fróðlegri grein Kristeligt Dagblad. Árið 1910 voru um 600 milljónir kristinna í heiminum. Árið 2012 er sú tala rúmlega tveir milljarðar, og kristin trú er ennþá fjölmennust af trúarbrögðum heimsins. En þó hefur margt breyst. Hlutfall kristinna hefur lækkað í Evrópu, en á suðurhveli jarðar hefur þeim fjölgað sem játa kristna trú. Hér getur þú lesið umfjöllun Kristeligt Dagblad.