Svara spurningum út frá kristnum grunngildum

„Þjóðmálanefnd þjóðkirkjunnar hvetur fólk til að nýta kosningarétt sinn í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október næstkomandi og íhuga tillögur stjórnlagaráðs í heild sinni og einstakar spurningar út frá kristnum grunngildum” segir í fréttatilkynningu frá Þjóðmálanefnd sem á fundi sínum 11. október samþykkti ofangreinda ályktun um  ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs.