Sunnudagurinn 5. febrúar - MESSUFALL

Kæru vinir.
Þar sem Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna veðurs verður hvorki messa né sunnudagaskóli í fyrramálið.
Hvellurinn á að hefjast kl.11:00 svo við hvetjum ykkur til að huga að lausa munum, taka því rólega, og njóta útvarpmessunnar þennan sunnudaginn.
Megi Guð gæta okkar og vera með viðbragðsaðilunum sem standa vaktina til að huga að öryggi okkar.
Kærleikskveðjur.


Um helgina verður nóg að gera.
Sunnudagaskólinn er á sínum stað, sem og messan kl.11:00.
Eydís og Tinna taka á móti krökkunum og eiga skemmtilega stund í safnaðarheimilinu. Séra Helga leiðir messu þar sem Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.
Verið hjartanlega velkomin.