Sunnudagurinn 24. apríl

?Syngið drottni nýjan söng, því að hann hefir gjört dásemdarverk.? (Slm 98.1a)

Helgihald í Glerárkirkju verður sem hér segir. Messa kl. 11, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Kvöldguðsþjónusta með Krossbandinu kl. 20, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar.