Sunnudagurinn 24. febrúar

Nú á sunnudaginn tökum við á móti kátum krökkum kl.11:00 og eigum svolítið óhefðbundna sunnudagaskólastund þar sem við förum á flakk um kirkjuna.

Um kvöldið verður konudagsguðsþjónusta kl.18:00 þar sem Jódísirnar sjá um tónlistina af sinni snilld.
Valmar Valjaots leikur undir og sr. Sindri Geir leiðir stundina.
Við fáum góðan gest, Janet Sewell sem ólst upp hér á Íslandi en starfar nú sem kristniboði í London á vegum Sambands Íslenskra Kristniboða. Hún hefur komið víða við, er sprenglærð og áhugaverð kona sem hefur meðal annars velt fyrir sér stöðu Maríu Magdalenu sem fyrsta kristniboðans. Því munu þau sr.Sindri eiga samtals hugvekju um Maríu, þá mögnuðu konu sem var kölluð postuli postulanna.
Verið hjartanlega velkomin.