Sunnudagurinn 2. apríl

Sunnudaginn 4. október verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Eydís Ösp Eyþórsdóttir þjóna ásamt sunnudagaskólaleiðtogum. Barna - og æskulýðskórinn syngur undir stjórn Margrétar Árnadóttur. Í fjölskylduguðsþjónustum er brúað bilið á milli sunnudagaskóla og hefðbundinnar messu, formið er einfaldara og um leið er reynt að höfða til allra aldurshópa. Að þessu sinni verður leikrit og brúðuleikhús. Klukkan 20 verður guðsþjónusta með Krossbandinu, sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar.