Sunnudagssamkoma KFUM og KFUK

Sunnudaginn 23. sept. kl. 20 verður haldin samkoma í félagsheimili KFUM og KFUK Sunnuhlíð. Ræðumaður kvöldsins er sr. Bolli Pétur Bollason en um tónlistina sjá þau Arnar, Sandra, Radek, Helgi og Jóhann. Að samkomu lokinni verður boðið upp á kaffisopa. Komið og njótið þess að eiga saman notalega og uppbyggilega kvöldstund í samfélagi bræðra og systra í Kristi.