Sunnudagaskólinn hefst 9. september

Næstkomandi sunnudag, 9. september hefst sunnudagaskólinn í Glerárkirkju. Sameiginlegt upphaf er í messu safnaðarins en fljótlega eftir að messan er hafin fara börnin og þeir foreldrar sem það kjósa inn í safnaðarsalinn þar sem sunnudagaskólinn er staðsettur. Þar er sungið, sagðar sögur, farið í leiki eða föndrað. Allir hjartanlega velkomnir.