Sunnudagaskólinn hefst 8. janúar

Sunnudagaskólinn í Glerárkirkju hefst á vorönn 8. janúar kl. 11:00. Sunnudagaskólinn verður alla sunnudaga í janúar, febrúar og mars klukkan ellefu. Barnastarfinu í Glerárkirkju lýkur á vorönn með hátíð á Pálmasunnudegi 1. apríl 2012.

Hvetjið krakkana til að mæta. Þau fá litla bók sem þau geta safnað biblíumyndunum í og á bakhliðinni er pláss fyrir mætingarstimpilinn.

Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Lena, Linda, Kolbrá, Pétur, Dagný, Stefanía, Ragnheiður, Svava og Herdís. Um undirleik sjá Risto eða Hermann.

Sjáumst í sunnudagaskólanum - mikill söngur, brúðuleikhús og sögur.