Sunnudagaskóli og messa 24. september

Guðsþjónusta í Glerárkirkju 24. september kl. 11:00

Hvaða tilfinningar ræktum við með bæn? Gleði, angurværð, samkennd og þakklæti. Í Biblíunni er bænabók, Davíðssálmar, sem kennir okkur að biðja, eins og Jesús gerði einnig. Kórinn leiðir okkur í nokkrum af þessum sálmum og við rannsökum þá og lærum að dýpka bænlífið.

Sr. Guðmundur Guðmundsson leiðir stundina. Kórinn syngur undir stjórn Valmar Väljaots. Sameiginlegt upphaf með sunnudagaskólanum og kaffisopi á eftir.