Sunnuból sýnir í Glerárkirkju

Það verður mikið um dýrðir hjá "afmælisbarninu" og skólabænum Akureyri 7.–21. maí þegar nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins sýna afrakstur vetursins á Uppskeruhátíð leik- og grunnskólanna. Verkin verður að finna víðs vegar um bæinn eða á hátt í tuttugu stöðum og má sem dæmi nefna að leikskólinn Tröllaborgir sýnir á Bláu könnunni, Oddeyrarskóli í Flugstöðinni, leikskólinn Sunnuból sýnir í Glerárkirkju og Glerárskóli sýnir í Lystigarðinum og á Icelandair Hotel. Sjá nánar á akureyri.is.