Sumarmessur seinnihluta sumars

Í sumar verður samstarf milli Akureyrar og Glerárkirkju með helgihaldið í kirkjunum.
Það verða morgunmessur í Akureyrarkirkju og kvöldstundir hér norðan við á, ýmist í Lögmannshlíðarkirkju eða Glerárkirkju.
Verið velkomin til kirkju í sumar.


Sunnudagurinn 24.
júlí

Kl. 9:30 Morgunbæn í Lögmannshlíðarkirkju
Séra Svavar Alfreð Jónsson leiðir bænastund í Lögmannshlíðarkirkju áður en gengið er til messu í Akureyrarkirkju.
Gangan er tæpir 4km.

Kl.11:00 Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju.
Séra Svavar Alfreð Jónsson þjónar, organisti er Valmar Väljaots.

Sunnudagurinn 31. júlí
Kl.11:00 Guðsþjónusta í Akureyrarkirkju.
Séra Hildur Eir Bolladóttir þjónar, organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Sunnudagurinn 7. ágúst
Kl.11:00 Prjónamessa í Akureyrarkirkju.
Séra Hildur Eir Bolladóttir þjónar, organisti er Eyþór Ingi Jónsson.
Mætum endilega með handavinnu til kirkju og eigum ljúfa morgunstund.

Kl.16:00-20:00 Ein saga - eitt skef í Glerárkirkju.
Verkefnið "Ein saga- eitt skref" sem er samstarf Samtakanna '78 og þjóðkirkjunnar verður kynnt, upptökur af sögum hinseginfólks af viðmóti þjóðkirkjunnar í gegnum árin verða spilaðar fram að kvöldmessunni. Kirkjan verður opin og hægt að sitja í lengri eða skemmri tíma, kveikja á kerti og hlusta.

Kl. 20:00 Regnbogamessa í Glerárkirkju
Séra Sindri Geir Óskarsson þjónar, Krossbandið sér um tónlistina.
Guðsþjónusta í tilefni hinsegindaga og verkefnisins "Ein saga, eitt skref".


Sunnudagurinn 14. ágúst
Kl.11:00 Morguníhugun í Akureyrarkirkju.
Séra Sindri Geir Óskarsson þjónar, við komum saman í kyrrð og bæn og eigum ljúfa morgunstund.
Organisti er Eyþór Ingi Jónsson.

Kl. 20:00 Íhugunarkvöldmessa í Glerárkirkju
Séra Sindri Geir Óskarsson þjónar, þema stundarinnar er íhugun og kyrrð. Við notum nokkur form íhugunar við stundina, hvílum í þögn og ljúfum tónum. Stund sem hentar bæði fólki með reynslu af íhugun og byrjendum.
Organisti er Valmar Väljaots.