Stjarnan yfir Betlehem

Dr. Munib A. Younan, forseti Lútherska heimssambandsins og biskup evangelísku lúthersku kirjkunnar í Jórdaníu og Landinu helga, sendir jólakveðju sína frá Jerúsalem, borg dauða og upprisu Drottins. Þaðan, frá borginni sem löngum hefur verið kennd við frið, berst sem oft áður harmagrátur ófriðar og deilna, líkt og frá ófáum öðrum stöðum í veröldinni. Von jólanna, segir dr. Younan, er þó hin sama og fyrir rúmum tvöþúsund árum: að Guð sætti heiminn við sig í Kristi. Sáttargjörðin birtist í hinum hógværu aðstæðum barnsins í Bethlehem og er gjöf Guðs til okkar í dag, eins og Jesaja spámaður segir (25.4):

Því þú varst vörn lítilmagans,
vörn hins þurfandi í þrengingum hans,
skjól í skúrum, hlíf í hita.

Lesa áfram á kirkjan.is.