Starfið í mars

Nú erum við farin að geta boðið upp á allt hefðbundið starf hér í kirkjunni.

Helgihald á sunnudögum

7 .mars
Messa með altarisgöngu og sunnudagaskóli kl.11:00.

14.mars
Sunnudagaskóli kl.11:00
Kvöldmessa með Krossbandinu kl.20:00

21.mars
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar
Fjölskyldumessa kl.11:00

28.mars - Pálmasunnudagur
Fermingarmessur
kl.11:00 og 13:00
Sunnudagaskóli kl.11:00
Opin kirkja kl.20:00
Ljúf tónlist og kyrrð

Opin kirkja á þriðjudags-morgnum milli 9:00 og 10:00
Ljúf tónlist og kertaljós í kirkjunni, heitt á könnunni og góð byrjun á deginum.

 

Prjónakaffi á miðvikudögum kl.10:30-12:00
Komið með eigin handavinnu og takið þátt í góðu samfélagi hér á miðvikudagsmorgnum.

 

Hádegisstundir á miðvikudögum kl.12:00
Prestar kirkjunnar leiða stutta helgistund með fyrirbæn og hugvekju. Kaffi og spjall á eftir.

 

Kór Glerárkirkju æfir á mánudagskvöldum milli 20:00 og 22:00
Áhugasamt söngfólk sem vill taka þátt í kórstarfinu og syngja fjölbreytta og skemmtilega tónlist má gjarnan mæta á æfingu eða senda Valmari organista tölvupóst á valliviolin@gmail.com

 

Foreldramorgnar á fimmtudögum kl.10:00-12:00
Foreldramorgnar eru fyrir alla foreldra til að komast aðeins út og eiga gott og uppbyggilegt samfélag. Í mars verður boðið upp á kynningu á nuddi fyrir börn. Sjá dagskrá á facebook síðunni: "Foreldramorgnar sameinaðir. Glerárkirkja, Akureyrarkirkja."