Starfið í maí

Nú í maí náum við að halda úti svo til hefðbundnu starfi. Það er léttir að geta leyft okkur að koma saman í bæn og safnaðarstarfi. Þið eruð öll velkomin í kirkjuna ykkar.

Morgunkaffi á miðvikudögum kl.10:30-12:00
Á miðvikudögum er safnaðaheimilið opið og þar kemur fólk saman til að spjalla, grípa í spil eða hefur með sér handavinnu. Heitt á könnunni og góður félagsskapur.

Hádegisstundir
á miðvikudögum kl.12:00
Prestar kirkjunnar leiða stutta helgistund með fyrirbæn og hugvekju.
Hægt er að koma fyrirbænaefnum til prestanna fyrir stundina.
Kaffi og spjall á eftir, hægt að kaupa súpu og brauð á 1000kr.

Foreldramorgnar á fimmtudögum kl.10:00-12:00
Foreldramorgnar eru fyrir alla foreldra til að komast aðeins út og eiga gott og uppbyggilegt samfélag. Sjá dagskrá á facebook síðunni: "Foreldramorgnar sameinaðir. Glerárkirkja, Akureyrarkirkja."

Helgihald í maí
2. maí, sunnudagur
Kvöldguðsþjónusta í Glerárkirkju kl. 20:00

9. maí, sunnudagur
Fermingarguðsþjónustur.

13. mai, fimmtudagur
Guðsþjónusta kl.11 á uppstigningardegi. Kór eldriborgara syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur.

16. maí, sunnudagur
Innsetningarmessa kl.11:00. Sr. Sindri Geir verður formlega settur í embætti sóknarprests.

23. maí sunnudagur
Hvítasunnudagur. Hátíðarguðsþjónusta kl.11:00

29. maí, laugardagur
Vorhátíð barnastarfsins, barna- og æskulýðskórar kirkjunnar syngja.
Leikir og grillaðar pylsur.

30. maí, sunnudagur
Guðsþjónusta kl.11:00.
Aðalsafnaðarfundur kl.12:30

Aðalsafnaðarfundur fer fram sunnudagin 30. maí kl.12:30, eftir guðsþjónustu.
Hefðbundin aðalfundarstörf. Málefni Orgelsjóðs Glerárkirkju verða til umræðu.