Starfið hefst í febrúar!

Nú þegar byrjað er að aflétta samkomutakmörkunum sjáum við okkur fært að sigla aftur af stað með safnaðarstarf Glerárkirkju.

Í þessari viku fer barna- og æskulýðskórinn af stað með sínar æfingar. Annað safnaðarstarf hefst í næstu viku.

Sunnudaginn 6.febrúar verður guðsþjónusta kl.11:00 í kirkjunni.
Barna og æskulýðsstarfið fer í hefðbundið far frá og með 7. febrúar.
Það er óvissa með kyrrðarbænastundirnar en þær hefjast í febrúar, hvort sem það er í næstu viku eða síðar.
Fyrsta miðvikudagshelgistund ársins verður 9. febrúar kl.12:00 og súpa í safnaðarheimilinu á eftir.

Við hlökkum til að keyra allt í gang aftur!