Sr. Arna í námsleyfi - sr. Guðmundur leysir af

Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir verður í námsleyfi frá störfum sínum sem prestur í Glerárkirkju frá þriðjudeginum 16. október til mánudagsins 19. nóvember. Sr. Guðmundur Guðmundsson mun leysa hana af á meðan, en sr. Guðmundur er mörgum sóknarbörnum vel kunnur þar sem hann hefur starfað um árabil sem héraðsprestur í prófastsdæminu og meðal annars verið einn umsjónarmanna með fræðslukvöldum í Glerárkirkju.