Sóknargjöld lækka

Samkvæmt lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum nr. 70/2009 lækka sóknargjöld þó nokkuð en fyrstu sex mánuði ársins 2009 voru þau 855 kr. á mánuði fyrir hvern einstakling eldri en 16 ára. Þann 1. júlí síðastliðinn lækkuðu þau í 811 kr. og þann 1. janúar 2010 munu þau lækka enn frekar, eða í 767 kr. á hvern einstakling eldri en 16 ára.