Söfnun fyrir hjálparstarf kirkjunnar

Söfnunin "Mér er ekki sama" verður send út í beinni útsendingu frá Hofi föstudagskvöldið 16. desember kl. 20. Gestir og gangandi eru velkomnir í salinn. Enginn aðgangseyrir en tekið verður á móti frjálsum framlögum sem renna óskipt til Hjálparstarfs kirkjunnar. Sjá nánar á menningarhús.is og á help.is