Söfnun fyrir hjálparstarf kirkjunnar

Um þrjú þúsund fermingarbörn í 67 prestaköllum á öllu landinu munu ganga í hús í þessari viku og safna fé fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Við í Glerárkirkju hvetjum fermingarbörn vorsins 2012 til þess að taka þátt. Gengið verður í hús í Glerárhverfi fimmtudaginn 10. nóvember kl. 18.30 til 21:00, föstudaginn 11. nóvember kl. 18:30 til 21:00 og laugardaginn 12. nóvember kl. 11:00 til 16:00. Þau fermingarbörn sem vilja taka þátt eru beðin að mæta á fræðslustund um verkefnið fimmtudaginn 10. nóvember kl. 17:45. Foreldrar eru hvattir til þess að styðja við fermingarbörnin í þessu verkefni. Börnin ganga í hús tvö og tvö saman eða með foreldri. Hér á vefnum má skoða stutt kynningarmyndband.