Skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk Glerárkirkju

Skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk Glerárkirkju verður haldið mánudaginn 13. september frá 17:00 til 22:00 í safnaðarsal Glerárkirkju. Farið verður yfir endurlífgun, viðbrögð við slysum, óhöppum og veikindum sem geta komið upp í kirkjustarfinu. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Anna Sigrún Rafnsdóttir, frá Rauða Krossi Íslands.