Skráning er hafin á fermingardaga vorið 2023

Einn af vorboðunum hér í kirkjunni eru skilaboð og símtöl frá foreldrum tilvonandi fermingarhóps sem vilja athuga hvenær von sé að dagsetningum fyrir fermingar næsta vors.

Það er mjög kærkomið og sýnir okkur að víða skiptir þessi merkisdagur miklu máli og fólk vill hafa tímann fyrir sér í skipulagi.

Í ár eru fermingardagarnir fimm, auk þess sem í boði er að fermast í sjómannadagsmessunni þótt það verði ekki hefðbundin fermingarstund. Hér í þorpinu eru 102 börn í félagatalinu okkar og miðað við hefðbundna tölfræði þá reiknum við með um 90 börnum í fræðsluna okkar í vetur. Það er stór og myndarlegur hópur og við hlökkum mikið til að eiga þennan vetur með krökkunum.

Á fermingarsíðunni okkar eru ítarlegar upplýsingar um fyrirkomulag fræðslunnar, fermingardagana og þar er hægt að skrá sig í fermingarfræðslu eða á fermingardag. (tengill)

Ef það vakna einhverjar spurningar um fermingarfræðsluna er besta mál að senda tölvupóst á sr. Sindra Geir sóknarprest: sindrigeir@glerarkirkja.is