Skjótt' á körfu

Heimsáskorun KFUM – 2012 „Skjótt´ á körfu” (e. „Hoop Springs Eternal“) fór fram í dag. Hún var skipulögð til þess að fagna starfi KFUM og KFUK um allan heim á sviði valdeflingar ungs fólks. KFUM og KFUK félög um allan heim skipulögðu viðburði þar sem þátttakendum og öllum sem vilja var boðið að skjóta á körfu. KFUM ætlar að setja nýtt heimsmet með því að safna saman fleira fólki en nokkurn tímann áður hefur verið gert til þess að skjóta á körfu í tilefni viðburðarins. Meðal þátttakenda á Íslandi voru unglingar úr UD-Glerá, sameiginlegu unglingastarfi KFUM og KFUK og Glerárkirkju. Myndir frá viðburðinum eru aðgengilegar á vefnum.

Skoða myndir á flickr.com.