Skírdagur - kvöldmessa kl. 20:00

Helgihald í dymbilviku og um páska hefst í Glerárkirkju með kvöldmessu á Skírdagskvöld kl. 20:00. Á vef Glerárkirkju má nú finna upplýsingar um helgihaldið næstu daga. Þátttaka í helgihaldi páska markar hápunkt í messusókn fermingarbarna og foreldra þeirra á vorönn 2012 í aðdraganda ferminga. Það er sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir sem leiðir kvöldmessuna á Skírdagskvöld. Kór Glerárkirkju syngur undir stjórn Valmars Väljaots. Allt helgihald í dymbilviku og um páska í Glerárkirkju er öllum opið.