Sjómannadagurinn 2021

Sjómannadagurinn er mikilvægur dagur hér í þorpinu. Við komum saman í guðsþjónustu og eigum svo minningarstund eftir messu við minnisvarðann um týnda og drukknaða sjómenn. 
Minnisvarðinn varð fyrir skemmdarverki fyrir rúmi ári síðan en nú er búið að laga hann svo sómi sé af. Við fengum margar athugasemdir frá sjómönnum og öðrum sem þótti miður að minnisvarðinn hefði orðið fyrir skemmdum og því er ljóst að það skiptir fólk máli að eiga þennan stað sem helgaður er minningu þeirra sem við höfum misst á sjó.
 
Sjómannadagsmessa í Glerárkirkju
Ræðumaður dagsins: Steingrímur Helgu Jóhannesson, sjómaður og stjórnandi hlaðvarpsins "Sjóarinn".
Kór Glerárkirkju syngur sjómannalög undir stjórn Valmars Väljaots, sr. Sindri Geir Óskarsson leiðir stundina.
Að guðsþjónustu lokinni er minningarstund við minnisvarðann um týnda og drukknaða sjómenn.